
Um Bluetooth
Bluetooth-tækni í tækinu virkjar þráðlausar tengingar á milli tveggja rafeindatækja
sem eru í innan við 10 metra (33 feta) fjarlægð frá hvort öðru. Hægt er að nota
Bluetooth-tengingu til að senda myndir, hreyfimyndir, texta, nafnspjöld,
minnismiða í dagbókum og til að tengjast við önnur tæki sem nota Bluetooth-tækni.
Þar sem tæki sem nota Bluetooth-tækni hafa samskipti með útvarpsbylgjum þurfa
tækið þitt og tækið sem það er tengt við ekki að vera staðsett beint á móti hvort
öðru. Tækin tvö þurfa einungis að vera í innan við 10 metra fjarlægð frá hvort öðru.
Truflanir geta þó orðið á tengingunni vegna veggja eða annarra rafeindatækja.
Hægt er að hafa fleiri en eina Bluetooth-tengingu virka í einu. Til dæmis er hægt að
flytja skrár úr öðru samhæfu tæki þó að það sé tengt við höfuðtól.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 + EDR sem styður eftirfarandi
snið: advanced audio distribution, basic imaging, device identification, dial-up
networking, file transfer, generic access, generic audio/video distribution, generic
object exchange, hands-free, headset, object push, phone book access, serial port
og SIM access. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-
tækni skal nota aukabúnað sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita
skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
134 Tengingar
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu
hennar.