Nokia 5530 XpressMusic - Þráðlausar staðarnetstengingar

background image

Þráðlausar staðarnetstengingar

Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til netaðgangsstað fyrir

þráðlaust staðarnet. Notaðu aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar

við internetið.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð til gagnatengingu með því

að nota netaðgangsstað. Þráðlausa staðarnetstengin er rofin þegar þú lokar

gagnatengingunni.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali stendur eða

pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir

þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sama

aðgangsstaðinn.
Hægt er að nota þráðlausa staðarnetstengingu þrátt fyrir að tækið sé í ótengdu

sniði (ef það er í boði). Mundu að fara að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú

kemur á og notar þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending: Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir tækið þitt skaltu opna

númeravalið og slá inn *#62209526#.