
Netvarpsstillingar
Til að opna Nokia Podcasting velurðu
Valmynd
>
Tónlist
>
Podcasting
.
Tónlistarmappa 85
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

Veldu tengi- og niðurhalsstillingar áður en þú notar Nokia Podcasting.
Mælt er með þráðlausri staðarnetstengingu. Hafðu samband við þjónustuveituna
til að fá upplýsingar um skilmála og gjaldskrá áður en aðrar tengiaðferðir eru
notaðar. Til dæmis getur fastagjald leyft stórar gagnasendingar fyrir eitt
mánaðargjald.
Tengistillingar
Tengistillingum er breytt með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Tenging
og úr
eftirfarandi:
Sjálfgef. aðgangsstaður — Veldu aðgangsstaðinn til að tilgreina tengingu við
internetið.
Slóð leitarþjónustu — Tilgreindu hvaða leitarþjónustuveffang á að nota í leit.
Stillingar fyrir niðurhal
Stillingum fyrir niðurhal er breytt með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Niðurhal
og úr eftirfarandi:
Vista á — Tilgreindu staðinn þar sem netvörp eru vistuð.
Uppfærslutími — Tilgreindu hversu oft netvörp eru uppfærð.
Næsti uppfærsludagur — Tilgreindu dagsetningu næstu sjálfvirku uppfærslu.
Næsti uppfærslutími — Til að tilgreina tíma fyrir næstu sjálfvirku uppfærslu.
Sjálfvirkar uppfærslur eiga sér bara stað ef ákveðinn sjálfgefinn aðgangsstaður er
valinn og Nokia Podcasting er í gangi. Ef Nokia Podcasting er ekki í gangi eru
sjálfvirkar uppfærslur ekki virkar.
Takmörk niðurhals (%) — Til að tilgreina hlutfall minnis sem er ætlað fyrir
niðurhal á netvörpum.
Ef efni fer yfir takmörk — Tilgreindu hvað á að gera ef niðurhalið fer yfir hámarkið.
86 Tónlistarmappa
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

Það að stilla forritið á að sækja podcast sjálfkrafa getur falið í sér stórar
gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitu. Upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Til að setja aftur upp sjálfgefnar stillingar velurðu
Valkostir
>
Upprunalegar
stillingar
á stillingaskjánum.