SIM-korti komið fyrir
Mikilvægt: Til að koma í veg fyrir skemmdir á SIM-kortinu skal alltaf fjarlægja
rafhlöðuna áður en þú setur kortið í eða fjarlægir það.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-
kort, micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá
mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður
ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu
geta skemmst.
Hugsanlega hefur SIM-korti þegar verið komið fyrir í tækinu. Ef ekki skaltu gera
eftirfarandi:
1 Opnaðu SIM-kortsraufina.
18 Tækið tekið í notkun
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
2 Settu SIM-kort í SIM-kortaraufina. Snertiflötur kortsins þarf að snúa niður og
skáhornið þarf að vísa í áttina að tækinu. Ýttu kortinu inn.
3 Lokaðu SIM-kortsraufinni. Gættu þess að vel sé lokað.
Tækið tekið í notkun 19
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
Ef SIM-kortið er ekki á sínum stað er aðeins hægt að nota tækið í ótengdu sniði.