
Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir
skaltu gera eftirfarandi.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu hleðslutækið við tækið.
22 Tækið tekið í notkun
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

3 Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan
það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu þegar það
er ekki í notkun. Hleðslutæki sem er í sambandi við innstungu eyðir rafmagni þótt
það sé ekki tengt við tækið.