66 Skilaboð
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
Sendir hlutir — Síðustu skilaboðin sem voru send, fyrir utan þau sem voru send
um Bluetooth, eru vistuð hér. Hægt er að fækka eða fjölga skilaboðum sem eru
vistuð í þessari möppu.
Úthólf — Skilaboð sem bíða þess að verða send eru vistuð tímabundið í
úthólfinu, t.d. þegar tækið er utan þjónustusvæðis.
Skilatilkynningar — Hægt er að biðja símkerfið að senda skilatilkynningar
fyrir send texta- og margmiðlunarskilaboð (sérþjónusta).