Nokia 5530 XpressMusic - Um Kort

background image

Kort

.

Með kortaforritinu geturðu séð staðsetningu þína á korti, skoðað kort fyrir

ýmsar borgir og lönd, leitað að áhugaverðum stöðum, skipulagt leiðir milli staða

og vistað staðsetningar og sent þær í samhæf tæki. Hægt er að kaupa

umferðarupplýsingar og leiðsagnarþjónustu ef slíkt er tiltækt í viðkomandi landi.
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera

eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónusturnar kunna að vera háðar netkerfi.

Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Tækið er ekki með innbyggt GPS-móttökutæki. Til að nota kortaþjónustu þar sem

þörf er á GPS-tengingu skal nota samhæft ytri GPS-móttökutæki (selt sér).
Þegar þú notar Kortaforritið í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að velja internetaðgangsstað

til að geta hlaðið niður kortum.
Þegar virk gagnatenging er í gangi og kortið er skoðað á skjánum er nýju korti hlaðið

sjálfkrafa niður ef farið er inn á svæði sem ekki er á kortunum sem búið er að hlaða

niður.
Ábending: Einnig er hægt að nota kortaforritið án nettengingar og skoða kortin

sem eru vistuð í tækinu eða á minniskorti, ef minniskort er í tækinu.

Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og kortum, gervihnattamyndum,

hljóðskrám eða umferðarupplýsingum getur verið um mikinn gagnaflutning að

ræða (sérþjónusta).

Kort 115

© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

background image

Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei

skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu

tæki.