Raddstýrð hringing
Tækið býr sjálfkrafa til raddmerki fyrir tengiliðina. Til að hlusta á tilbúna raddmerkið
skaltu velja tengilið og
Valkostir
>
Um raddmerki
. Flettu að tengilið og veldu
Valkostir
>
Spila raddmerki
.
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu umhverfi
eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar
aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn í notkun. Haltu tækinu nálægt
þér þegar þú berð fram raddmerkið.
Hringt úr tækinu 51
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
1 Til að hefja raddstýrða hringingu skaltu halda hringitakkanum inni á
heimaskjánum. Ef samhæft höfuðtól með höfuðtólstakka er notað skaltu halda
takkanum inni til að hefja raddstýrða hringingu.
2 Stutt hljóðmerki heyrist og textinn
Tala nú
birtist. Berðu nafnið sem er vistað
hjá tengiliðnum skýrt fram.
3 Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn á því tungumáli sem er valið og
birtir nafnið og símanúmerið. Til að hætta við raddstýrða hringingu velurðu
Hætta
.
Ef nokkur númer eru vistuð hjá nafni er einnig hægt að bera fram nafnið og gerð
númersins, svo sem farsími eða heimasími.